Stólpavík ehf var stofnað árið 1946. Núverandi eigandi félagsins keypti það árið 1994 og hefur rekið síðan.
Rekstur félagsins felst í innflutningi á ýmiskonar rekstrarvörum fyrir sjávarútveg ásamt útflutningi á sjávarafurðum.
Helstu vöruflokkar eru:
- Salt ( Fisksalt og Vegsalt )
- Fosföt
- Önnur hjálparefni til fiskiðnaðar og annars iðnaðar
- Umbúðir
- Saltfiskur
- Ferskur fiskur
- Frosinn fiskur
Helstu viðskiptalönd eru Portúgal, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Þýskaland, England, Spánn, Ítalía, Grikkland, Kanada, Túnis, Kína og að sjálfsögðu Ísland.
Árlega selur fyrirtækið um 10.000 tonn af ýmsum vörutegundum til og frá þessum viðskiptalöndum.
Framkvæmdastjóri og eigandi er Helgi Már Reynisson M.Sc í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum í Tromsö, Noregi. Hann hefur víðtæka reynslu af öllum sviðum sjávarútvegs frá útgerð og sjómennsku til markaðssetningar á hinum ýmsu afurðum sjávarútvegsins.